Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,65% og er 8.165 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 7,6 milljörðum króna.

Þetta var fyrsti dagur Century Aluminum Company á First North markaði íslensku Kauphallarinnar en auðkenni félagsins er Cenx. Nam veltan með bréf þess 40,5 milljónum króna í sex viðskiptum.

Atlantic Petroleum hækkaði um 3,77%, Landsbankinn hækkaði um 1,47%, Kaupþing hefur hækkaði um 1,11%, FL Group hækkaði um 0,86% og Atorka Group hækkaði um 0,75%.

Mosaic Fashions lækkaði um 4,12% í veltu sem nemur 81,5 þúsund krónum, Össur lækkaðu um 0,95%, Eimskip lækkaði um 0,61%, Straumur-Burðarás lækkaði um 0,48% og Teymi lækkaði um 0,4%.

Gengi krónu styrktist um 0,46% og er 114,2 stig.