Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,41% og er 5.447,23 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Veltan á hlutabréfamarkaðinum nam 3,7 milljörðum króna og er að stórum hluta til komin vegna kaupa FL Group í sjálfu sér fyrir um 2,9 milljarða en velta dagsins með bréf félagsins nam um þremur milljörðum. Gengið í viðskiptunum var 17,94 krónur á hlut.

FL Group hækkaði um 7,78%, Bakkavör Group hækkaði um 1,79%, Avion Group hækkaði um 1,24%, Actavis Group hækkaði um 0,63% og Straumur-Burðarás hækkar um 0,59%.

Flaga Group lækkaði um 0,82%, Alfesca lækkaði um 0,75%, Mosaic Fashions lækkaði um 0,63%, Glitnir lækkaði um 0,57% og Kaupþing banki lækkaði um 0,14%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,19% og er gengisvísitalan 131,9 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.