Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,11% og er 5.442,03 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar.

Veltan dagsins nam 376 milljónum króna og telur sérfræðingur það minnstu veltu ársins.

Flaga Group hækkaði um 4,19%, Glitnir hækkaði um 0,60%, Bakkavör Group hækkaði um 0,41% og Actavis Group hækkaði um 0,32%.

Straumur-Burðarás lækkaði um 1,82%, Atorka Group lækkaði um 0,96%, Alfesca lækkaði um 0,71%, FL Group lækkaði um 0,61% og Marel lækkaði um 0,55%.

Gengi krónu styrktist um 1,24% og er gengisvísitalan 127,45 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.