Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,29% og er 5.448,13 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni en velta dagsins nam um 812 milljónum króna.

Kaupþing banki hækkaði um 0,96%, Glitnir hækkaði um 0,60%, Atorka Group og Actavis Group hækkuðu bæði um 0,48% og Atlantic Petroleum hækkaði um 0,17%.

Alfesca lækkaði um 1,17%, Bakkavör Group lækkaði um 0,62%, FL Group og Straumur-Burðarás lækkuðu bæi um 0,60% og Landsbankinn lækkaði um 0,47%.

Gengi krónu styrktist um 1,23% og er gengisvísitalan 129,09 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Evran er skráð 93,28 og dollarinn er skráður 74,26.