Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 2,1% og stóð við lok markaða í 659 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan hækkaði að vísu í morgun og hafði um tíma hækkað um 0,3%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% í gær en hafði hækkað í þrjá daga þar á undan.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga.

Velta með hlutabréf var um 14 milljónir þar af er rúmar 6 milljónir með bréf í Icelandair Group. Í morgun fóru fram stök viðskipti fyrir rétt rúmar 5,6 milljónir í félaginu og önnur fyrir um 340 þúsund krónur.

Þá er velta fyrir tæpar 2,5 milljónir með bréf í Marel og um 950 þúsund með bréf í Atorku, en í gær samþykktu hluthafa Atorku afskráningu félagins úr Kauphöllinni.