Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,28% og er 5.652,28 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Actavis Group hækkaði um 0,93% og Kaupþing banki sömuleiðis, þá hækkaði Glitnir um 0,56% og Landsbankinn um 0,47%.

Tryggingamiðstöðin lækkaði um 2,44%, FL Group lækkaði um 1,56%, Alfesca lækkaði 1,54%, Straumur-Burðarás lækkaði um 1,10% og Atlantic-Petroleum lækkaði um 0,85%.

Gengi krónunnar veiktist um 0,35% og er gengisvísitala hennar 129,68 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.