Úrvalsvísitalan lækkaði um 4% í júlí mánuði og var 4.117 stig við lok markaðar í gær, síðasta dag mánaðarins, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Gengi krónu styrktist 1% í mánuðinum og var 158,7stig við lok markaðar.

Century Aluminum hækkaði mest af félögunum í Kauphöll Íslands í júlí eða um 3,6% í júlí, líkt og sjá má á meðfylgjandi töflu.

Danska vísitalan OMXC hækkaði um 2% í síðasta mánuði, norska vísitalan OBX lækkaði um 4,4% og sænska vísitalan OMXS hækkaði um 2,4%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.