Árið 1957 birti vikublaðið the Economist stuttan pistil um Ísland undir fyrirsögninni Tight little Island. Titillinn vísaði til frægrar kvikmyndar frá árinu 1949 um skipsstrand við eyju undan ströndum Skotlands.

Jónas Haralz
Jónas Haralz
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Skipið var hlaðið 50.000 tonnum af viskí og eyjaskeggjar gripu tækifærið fegins hendi til þess að fara allir saman á kennderí. Líkingin við Ísland var þá augljós þar sem landið hafði sannarlega fengið sinn hluta af strandgóssi úr stríðinu til þess að drekka fyrir. Þeir höfðu ekki aðeins auðg- ast á styrjöldinni, heldur einnig fengið Marshall-aðstoð sem var einungis ætluð stríðshrjáðum ríkjum Evrópu. Í ofanálag var staða landsins í Kalda stríðinu notuð til þess að kría út ýmis lán og fríðindi frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum til skiptis. En flestir þessir fjármunir brunnu á báli óráðsíu og viðvarandi ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. Í augum umheimsins var því Ísland eyjan með strandviskíið þar sem drykkja og timburmenn skiptust á með sífelldum reddingum og bráðabirgðaráðstöfunum í efnahagsmálum.

Efnahagsumbætur sem Benjamín J. Eiríksson og Ólafur Björnsson höfðu staðið að 1950 höfðu að miklu leyti runnið út í sandinn þó tekist hafði að draga úr vöruskömmtun. En við tók fjölgengis- og bótakerfi er reyrðu saman allt atvinnulífið. Þetta var sá tími sem öll skip stóðu bundin við bryggju við hver áramót þar til búið var að ákveða verð á fiski og útflutningsbætur í samningum við stjórnvöld.

Árið 1957 var einmitt það ár sem Jónas Haralz var kallaður heim frá Bandaríkjunum þar sem hann hafði starfað í sjö ár fyrir Alþjóðabankann og meðal annars sinnt verkefnum í Suður-Ameríku. En hann fékk þá boð um að gerast efnahagsráðgjafi fyrir nýstofnaða vinstristjórn undir forystu Hermanns Jónassonar.

Fyrir Jónas var það annað hvort að hrökkva eða stökkva. Hann var 37 ára og gat vel hugsað sér frekari frama þar vestra. En svo fór að hann sneri aftur. Hann eyddi síðan næstu fjórum árum í því að reikna bætur og millifærslur í haftakerfinu þar sem sífellt var verið að bjarga mál- um fyrir horn með ýmsum neyð- arráðstöfunum.

Nánar er fjallað um ævi Jónasar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.