Nú geta íbúar Norður-Kóreu lesið bækling og skoðað 28 hárgreiðslur sem stjórnvöld hafa valið sem æskilegar og viðeigandi. The Daily Mail segir frá málinu þar sem sjá má myndir af hárgreiðslunum .

Myndir af hárgreiðslunum 28 hafa verið sendar á allar hárgreiðslustofur landsins. Það sem hafði áhrif á strauma og stefnur þegar velja átti hárgreiðslurnar voru almenn þægindi og þær hárgreiðslur sem þóttu algjörlega lausar við vestræn áhrif.

Í nýju leiðbeiningunum er körlum bannað að vera með sítt hár, broddaklippingu, toppa eða krúnurakaða kolla. Ógiftar konur þurfa að vera með sítt hár en þær giftu mega hafa hárið aðeins styttra. Gamlir karlar mega leyfa hárinu að vaxa allt upp í sjö sentimetra en ungir menn eru hvattir til að klippa hárið á fimmtán daga fresti.