Tveir starfsmenn íslenska nýsköpunarfyrirtæksins Kerecis hafa breytt um starf innan fyrirtækisins. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Kerecis.

Annars vegar er um að ræða Guðmund Magnús Hermannsson, sem undanfarin ár hefur verið framkvæmdastjóri framleiðslu og gæðamála, en hann hefur tekið við nýrri stöðu sem yfirmaður starfsemi Kerecis í Mið-Austurlöndum og Suðaustur-Asíu. Guðmundur, sem er verkfræðingur að mennt, hóf störf hjá Kerecis árið 2015 en hafði áður starfað meðal annars hjá Símanum, Alcoa og GoPro.

Við stöðu hans tekur Klara Sveinsdóttir. Klara er menntaður lyfjafræðingur, auk þess að hafa lokið MBA prófi, en hún hefur að undanförnu starfað að innleiðingu á vörum Kerecis á nýjum mörkuðum utan Bandaríkjanna. Áður starfaði klara hjá Icepharma og Pfizer.