Eftir 20 ár er líklegt að höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði fluttar til Peking. Þetta sagði Martin Wolf, aðstoðarritstjóri Financial Times, í pallborðsumræðum á Hörpu rétt í þessu. Fari allt sem horfir verður Kína orðið stærsti hluthafi sjóðsins og samkvæmt reglum sjóðsins verða höfuðstöðvar hans í landi stærsta hluthafans sagði Wolf.

Rætt hefur verið um frammistöðu sjóðsins í pallborðsumræðum og hefur tóninn almennt verið jákvæður en í pallborðinu er m.a. Paul Krugman, sem lengi hefur gagnrýnt sjóðinn.