Íslenska netöryggisfyrirtækið SecureIT og ástralska fyrirtækið Pure Security, hafa undirritað samstarfssamning. Samkvæmt fréttatilkynningu vegna málsins, er markmið samningsins að veita alþjóðlegum viðskiptavinum fyrirtækjanna enn betra aðgengi að öflugum öryggissérfræðingum og auknu þjónustuframboði. Sérfræðiþekking, hátt þjónustustig og þjónustugæði beggja aðila tryggi öflugt samstarf sem skili sér strax til viðskiptavina fyrirtækjanna.

„Við hjá Pure Security erum virkilega spennt fyrir samstarfinu með SecureIT þar sem það ekki bara gefur okkur aðgang inn á markaði eins og Evrópu og Norður Ameríku heldur getum við einnig nýtt okkur krafta og þekkingu sem er til staðar hjá SecureIT. Jafnframt gerir þetta báðum fyrirtækjum kleift að útvíkka enn frekar þjónustuframboð sitt, ásamt því að geta boðið innlendum viðskiptavinum sínum aukið aðgengi að sérfræðingum, hagkvæmari kjör og hærra þjónustustig á sviði netöryggis,“ segir Árni Már Harðarson, Head of Assurance, hjá Pure Security

„Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í flóknum og umfangsmiklum verkefnum á alþjóðavísu, þar sem viðskiptavinir okkar gera miklar kröfur á sviði netöryggismála, til að vernda hagsmuni sína og bregðast við hvers kyns ógnum. Samstarfið með Pure Security og það sem í því felst er auðvitað mjög ánægjulegt og spennandi fyrir SecureIT og viðskiptavini okkar,“ segir Magnús Birgisson, framkvæmdastjóri SecureIT.