Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Mobilitus hefur náð eftirtektarverðum árangri á miðasölumarkaði. Félagið er nú fimmti stærsti söluaðili á miðum í gegnum farsíma í heiminum í dag að sögn Einars Arnar Benediktssonar, sérfræðings hjá félaginu. Skipar fyrirtækið sér þar í röð á eftir fyrirtækjum eins og Apple, Ebay og Amazon.

Einar Örn segir suma af stærstu tónlistarmönnum í heimi nota Promogogo, markaðslausn Mobilitus. „Hljómsveitin Arcade Fire er búin að nota þetta síðan í mars,“ segir hann. „Síðan höfum við verið að vinna fyrir Lykke Li,“ bætir hann við.

Nú sé stefnan tekin á innanlandsmarkað og félagið er nú að bjóða íslenskum hljómsveitum upp á lausnina. „Við erum búin að bjóða íslenskum hljómsveitum, eins og til dæmis FM Belfast og Futuregrapher, að byrja að nota kerfið.“ Hann segir að kerfið geri ráð fyrir misfrægum listamönnum, frá byrjendum og upp í stórstjörnur á heimsklassa.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .