Búið er að taka nammibarina niður í nokkrum verslunum Bónuss og íhuga forsvarsmenn fyrirtækisins að taka þá niður í öllum Bónusverslunum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir í samtali við Morgunblaðið málið tengjast ströngum reglum heilbrigðiseftirlitsins um aðbúnað og umgengni við nammibarina og minnkandi sölu á nammi.

Á meðal þess sem eftirlitið krefst er að settir verði upp vaskar til að þrífa áhöld og fleira til. Guðmundur segir að sér finnist það varla svara kostnaði að fara út í breytingarnar.