Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2% og er 4.120 stig skömmu eftir opnun markaðar. Gengi krónu hefur veikst m 0,4% og er 158,2 stig þegar gjaldeyrismarkaður hefur verið opnun í næstum einn og hálfan tíma, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Glitnir[ GLB ] og Landsbankinn [ LAIS ]hafa hækkað lítillega, líkt og sjá má á töflunni hér til hliðar. Þá hefur Föroya banki  [ FO-BANK ] og Exista[ EXISTA ]  lækkað nokkuð.

Helstu vísitölur eru rauðar það sem af er degi. Litið til Norðurlandanna hefur danska vísitalan OMXC lækkað um 0,3%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 1% og sænska vísitalan hefur lækkað um 0,4%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.