Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 38,7% frá því að opnað var fyrir viðskipti kl. 10 í morgun og stendur nú þegar þetta er skrifað, kl. 10:45 í 405 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,2% gær og stóð við lok markaða í 660 stigum.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga en það eru Straumur og Exista sem draga Úrvalsvísitöluna svo verulega niður sem raun ber.

Í þau þrjú korter sem hlutabréfaviðskipta hafa átt sér stað í Kauphöllinni hefur verið opin hefur Exista lækkað um 97,8% og Straumur um 50,6%.

Í dag voru heimiluð viðskipta á ný með fyrrnefnd félög í fyrsta sinn í rúma tvo mánuði, eða eftir að Fjármálaeftirlitið stöðvaði viðskipti með öll fjármálafyrirtæki í Kauphöllinni þann 6. Október s.l.

Lítil viðskipti eru þó með bréf í Exista en í níu viðskiptum hafa aðeins um 125 þúsund krónur skipt um hendur.

Það sem af er morgni er heildarvelta með hlutabréf um 190 milljónir króna. Þar af eru um 83 milljónir króna með bréf í Straum.

Þá er velta fyrir rúmar 80 milljónir króna með bréf í Marel og tæpar 13 milljónir króna með bréf í Bakkavör.