Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,8% í vikunni og er 4.217 stig í viku lok. Það sem af er ári nemur lækkunin 31%, þar af hefur vísitalan lækkað um 5% sé litið einn mánuð um öxl.

Danska vísitalan OMXC stóð í stað litið yfir vikuna.  Norska vísitalan OBX lækkaði um 2,2% og sænska vísitalan OMXS lækkaði um 0,9%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Century Aluminium [ CENX ] hefur staðið sig best í vikunni, hækkað um 9,2%. Í vikunni hefur hefur keppinautur þess, Aloca sem skráður er á bandarískan hlutabréfamarkaði hækkað um 4,8%, samkvæmt upplýsingum frá Google, en markaðir í Bandaríkjunum eru enn opnir.

Century Aluminium tilkynnti um í vikunni að hlutafjáraukningu til þess að fjármagna það, að losa sig úr framvirkum álverðssamningum sem það gerði við stærsta hltuhafa sinn, Glencore, árin 2004 og 2005. Álverið hefur hækkað mikið síðan þá.

Til þess að losna undan framvirka samningnum greiðir Century Aluminium Glencore 978,8 milljónir í nýjum atkvæðislausum, breytanlegum bréfum og 730 milljónir dollara í peningum. Til viðbótar er farið í hlutafjárútboð og boðnir 6,5 milljónir hlutir.

Eik banki lækkaði í vikunni um 9,6%, líkt og sjá má töflunni til hliðar.