Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,2% í vikunni og er 664 stig.

Össur hækkaði um 18% í vikunni. Þegar litið er fjórar vikur um öxl, hefur félagið hækkað um 33%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Atorka Group hefur hækkað um 16%. En síðustu fjórar vikur hefur félagið lækkað um 19%.

Marel hefur hækkað um 15%. Á síðustu fjórum vikum hefur það hækkað um 26%.

Fleiri félög hafa ekki hækkað þegar litið er yfir vikuna.

Lækkanir

Þá að lækkununum.

Bakkavör leiðir lækkanirnar í vikunni; hefur lækkað um 25%. Síðustu fjórar vikur hefur það lækkað um 34%.

Alfesca hefur lækkað um 11% í vikunni. Síðustu fjórar vikur nemur lækkunin 13%.

Century Aluminum hefur lækkað um 7%, síðustu fjórar vikur nemur lækkunin 19%.

Föroya banki hefur lækkað um 7% í vikunni. Litið fjórar vikur um öxl nemur lækkunin 13%.

Icelandair hefur lækkað um 3% í vikunni. Síðustu fjórar vikur nemur lækkunin 12%.