Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,7% í vikunni og er 4.295 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan stóð sig betur en aðalvísitölurnar í Danmörku og Noregi. En eylítið verr en aðalvísitalan í Svíþjóð: Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 3,9% í vikunni,  norska vísitalan OBX hefur lækkað um 3,9% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 2,1%m samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Grandi leiðir hækkaði mest á íslenska markaðnum í vikunni eða um 5%, líkt og sjá má tölfunni hér til hliðar. Viðskipti með félagið eru strjál. Í dag voru tvö viðskipti með bréf félagsins fyrir samtals 52,5 milljónir króna. En þar fyrir utan hafa viðskipti með bréf félagsins ekki verið síðan í lok apríl.