Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hækkaði um 2,3% í vikunni og stóð við lok markaða í dag í 4.314 stigum.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga í Kauphöllinni í vikunni sem nú er lokið.

Þar sést að Teymi [ TEYMI ] og Exista [ EXISTA ] eru hástökkvara vikunnar en bæði félögin hafa hækkað um tæp 22% í vikunni. Hafa ber í huga að Teymi er búið að lækka um tæp 73% á árinu og Exista um rúm 56%.

Þá hefur Century Aluminum [ CENX ] lækkað mest félaga í vikunni eða um 10% en félagið hefur engu að síður hækkað um 15% á árinu.

Velta með hlutabréf var um 12 milljarðar í vikunni og var rúmlega helmingurinn af því var með bréf í Kaupþing [ KAUP ] eða um 6,6 milljarðar.

Þá var velta með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] rúmlega 1,6 milljarðar, í Exista [ EXISTA ] tæplega 1,6 milljarðar og í Glitni [ GLB ] fyrir um milljarð en talsver minni velta var með bréf í öðrum félögum.