Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% í vikunni og er 4.138 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Gengi krónu hefur styrkst um 4,4% í vikunni og er 159,2 stig við lok markaðar.

Teymi [ TEYMI ] hækkaði um 11% í vikunni. Hækkunina má rekja til yfirtökutilboðs félagsins við afskráningu sem var 25% hærra en lokgengið á miðvikudag. Greitt verður með bréfum í Alfesca [ A ]. Teymi hefur lækkað um 70,5% það sem af er ári.

Exista [ EXISTA ] hefur hækkað um 7,7% í vikunni. Félagið birti uppgjör eftir  opnun lokun markaðar í gær. Exista er kjölfestu fjárfestir Kaupþings [ KAUP ] og Bakkavarar [ BAKK ]. Þau birtu uppgjör sín fyrir opnun markaðar í gær.

Norðurlöndin stóðu sig betur í vikunni: Danska vísitalan OMXC hækkaði um 2,2%, norska vísitalan OBX hækkaði um 6,7% og sænska vísitalan OMXS hækkaði um 1,2%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.