Gert er ráð fyrir að hagnaður flugfélaga á heimsvísu nemi um 6,9 milljörðum Bandaríkjadala á þessu ári samkvæmt nýrri afkomuspá Alþjóðasamtaka flugrekenda (IATA).

IATA birtir reglulega skýrslur um mögulega afkomu flugfélaga á heimsvísu. Í nýrri skýrslu, sem birt var í gær, er sem fyrr segir gert ráð fyrir meiri hagnaði á þessu ári en áður hafði verið spáð. Það skýrist fyrst og fremst af auknu farþegaflugi í sumar en fyrstu sjö mánuði ársins fjölgaði farþegum á heimsvísu um 6,4%. Gert er ráð fyrir að fjölgun farþega á árinu öllu nemi 5,9% á milli ára.

Veik evra laðar fólk til Evrópu

Samkvæmt skýrslu IATA er gert ráð fyrir mestum hagnaði meðal flugfélaga í Asíu eða 2,5 milljörðum dala (hækkar um 400 m.dala frá fyrri spá). Þó gert sé ráð fyrir mestu hagnaði flugfélaga í Asíu verður að hafa í huga að flugfélög í Asíu högnuðust um 10 milljarða dali árið 2010 en hamfarirnar í Japan fyrr á árinu og minnkandi fraktflug í heimsálfunni draga verulega úr hagnaði flugfélaga á svæðinu (nær 35% alls fraktflugs í heiminum er innan Asíu).

Þá gerir IATA ráð fyrir því að flugfélög í N-Ameríku hagnist um 1,5 milljarð dala á árinu (+300 m. dala frá fyrri spá) og að flugfélög í Evrópu hagnist um 1,4 milljarða dali (+900 m. dala aukning frá fyrri spá). Veikt gengi evru, sem dregur að ferðamenn frá öðrum heimsálfum, útskýrir að mestu hækkun á afkomuspá evrópska flugfélaga.

Loks gerir IATA ráð fyrir að flugfélög í Mið-Austurlöndum hagnist um 800 milljónir dala á árinu (+100 m. dala frá fyrri spá) en þar hefur farþegaaukning verið mest það sem af er ári. Samkvæmt skýrslu IATA mun flugfélög í rómönsku og S-Ameríku hagnast um 600 milljónir dala á árinu (+ 100 m. dala frá fyrri spá).

Ekki er gert ráð fyrir að flugfélög í Afríku hagnist á árinu en í fyrri spá IATA var gert ráð fyrir 100 milljóna dala tapi. Því er helst um að kenna óeirðum og óstöðugleika í N-Afríku fyrr á þessu ári.

Vara við frekari skattlagningu á flugfélög

Hins vegar eru samtökin svartsýnni en áður á árið 2012 en í skýrslunni gerir IATA ráð fyrir að hagnaður flugfélag á heimsvísu lækki niður í 4,9 milljarða dali þrátt fyrir væntingar um 4,6% fjölgun farþega. Þá ríkir mikil svartsýni um aukið fraktflug en samkvæmt skýrslu IATA er aðeins gert ráð fyrir 1,4% aukningu í fraktflugi á árinu, samanborið við væntingar um 5,5% aukningu í fyrri spá IATA.

IATA gerir ráð fyrir aukningu farþega í Asíu en býst við hjöðnun á vesturlöndum, þá sérstaklega í Evrópu. Í ræðu sinni við kynningu skýrslunnar ítrekaði Tony Taylor, forstjóri IATA, þá skoðun samtakanna að ríkisstjórnin á vesturlöndum leggi ekki stein í götu ferðaþjónustunnar, t.d. með aukinni skattheimtu.

„Hver flugfél sem tekur á loft er táknmynd upp á vöxt hagkerfisins og velmegun,“ sagði Taylor í ræðu sinni.

„Ríkisstjórnin verða að gera sér grein fyrir afleiðingum aukinnar skattheimtu og standast freistingarnar sem felst í því að hækka skatta eða búa til nýja skatta. Þess í stað þarf stefnumótun ríkisstjórna að miða að því að styðja við aukna flugumferð með öflugum innviðum. [...] Fólk þarf að ferðast og vill ferðast.“

Á sama tíma er gert ráð fyrir auknum kostnaði flugfélaga sem fyrst og fremst liggur í eldsneytiskaupum. Það skýrist helst á vörnum flugfélaga í eldsneytiskaupum en IATA gerir ekki ráð fyrir hækkun á olíu á árinu. Þannig hafi flugfélög ekki náð að verja sig og sitji núna uppi með kaup á dýrri olíu frá því fyrr á þessu ári, sem dregur úr afkomu þeirra á næsta ári.