Talið er að flugiðnaðurinn í heild sinni tapi allt að fimm milljörðum Bandaríkjadala á þessu ári og 2,5 milljörðum dala á næsta ári vegna þeirra fjármálakreppunnar sem nú ríður yfir alþjóðleg hagkerfi.

Í frétt BBC kemur fram að Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) gerðu fyrr á árinu ráð fyrir meira tapi en samtökin hafa nú endurreiknað spá sína með tilliti til lækkandi olíuverðs.

„Við erum engu að síður að horfa á verstu aðstæður í 50 ára, tekjulega séð,“ sagði Giovanni Bisignani, forstjóri IATA í samtali við fjölmiðla í morgun en IATA gerir ráð fyrir að 3% samdráttur verði í farþegaflugi  á næsta ári, árið 2009.

Þá gerir IATA aðeins ráð fyrir að hagnaður verði að flugfélögum í Bandaríkjunum á næsta ári. Bisignani sagði að bandarísk flugfélög muni hagnast á lækkandi olíuverði og vegna þeirra umfangsmikilla sparnaðaraðgerða sem félögin gripu til fyrr á þessu ári.