Ýmislegt bendir til að draga muni úr hagnaði félaga í flugrekstri á næsta ári. Í yfirlýsingu frá IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga, segir að hækkun olíuverðs og samdráttur hagkerfisins muni gera það að verkum að reksturinn verði erfiðari.

IATA hefur endurskoðað afkomuspá sína fyrir árið 2008 og lækkað hana úr 7,8 milljörðum Bandaríkjadala í 5 milljarða dali. Reiknað er með að olíuverðshækkanir á næsta ári muni kosta fyrirtækin 14 milljarða dali og að heildar olíukostnaður í flugrekstri fari í 149 milljarða Bandaríkjadali.