Miðað við núverandi afborganaferli lána, gengis og vaxtastig reynist nauðsynlegt að endursemja um lán ÍAV við Nýja Kaupþing en félögin hafa átt í viðræðum um endurskipulag á efnahag fyrirtækisins og tengdra félaga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Kaupþings.

Niðurstaða í viðræðunum liggur ekki fyrir en fram kemur að ÍAV fellur að verklagsreglum Nýja Kaupþings um úrlausn útlánavandamála sem settar hafa verið fram af bankanum.

„Með endurskipulagningunni er stefnt að því að tryggja að starfsemi ÍAV haldi áfram með óbreyttum hætti,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur jafnframt fram að Nýja Kaupþing og ÍAV harma ótímabæran fréttaflutning af málefnum ÍAV.