Íslenskir Aðalverktakar (ÍAV) átti læsta tilboðið í endurgerð flugbrauta Keflavíkurflugvallar. Tilboð ÍAV hljóðaði upp á rúma 5,6 milljarða króna, þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag.

Næsta lægsta tilboðið var lagt fram af verktakafyrirtækinu Ístak og hljóðaði upp á 6,1 milljarð króna. Kostnaðaráætlunin var rúmir 5,2 milljarðar króna.

Verkið felst í endurgerð á flugbraut 02/20 sumarið 2016 og flugbraut 11/29 sumarið 2017. Yfirborð flugbrauta verður endurnýjað sem og rafmagns- og flugbrautaljósakerfi. Einnig verður flugleiðsögubúnaður á öllum brautum endurnýjaður.