Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri Austurhafnarverkefnis Íslenskra aðalverktaka (ÍAV), segir líklegt að vinna við Tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn geti hafist fljótlega að nýju. Fyrirtækið sé búið að fá greidda útistandandi 800 milljóna króna kröfu sem var orsök þess að vinnu var hætt við húsið um áramótin.   „Það er þó mál milli okkar og Landsbankans varðandi rammasamning sem eru enn óafgreidd,” segir Sigurður.

„Ég er bjartsýnn á að málin skýrist gagnvart Landsbankanum sem fyrst og við erum óþreyjufullir að fara að byrja aftur.”