Íslenskir aðalverktakar hf. og Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hafa undirritað verksamning um byggingu 7000 fermetra frystigeymslu sem byggð verður í Neskaupstað.

Bygging frystigeymslunnar er kærkomin viðbót við verkefni ÍAV á austurlandi, en þessa dagana er einmitt að ljúka byggingu vinnubúða á Reyðarfirði í tengslum við álversframkvæmdirnar. Undirbúningur framkvæmda er þegar hafin og verður geymslan tekin í notkun 1. febrúar 2006.