Að sögn Eyjólfs Gunnarssonar hjá Íslenskum aðalverktökum hefur fyrirtækið markað sér þá stefnu að taka með myndarlegum hætti þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á Austurlandi. Unnið er að byggingu leikskóla við Skógarlönd á Egilsstöðum. Leikskólinn verður fjögurra deilda tæplega 900 fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir að hann verði tekin í notkun í maí næstkomandi. Einnig er unnið að byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Molanum í Fjarðabyggð.

Byggingin verður um 2.500 fermetrar að stærð og verður tekin í notkun í desember næstkomandi. Vinnu við gerð snjóflóðagarðs á Seyðisfirði er nánast lokið en vinna við hann hófst í júní 2003. Þá luku starfsmenn ÍAV við byggingu verslunarmiðstöðvar á Egilsstöðum í sumar. ÍAV hafa einnig hafið byggingu íbúða á Reyðarfirði, en þar hefur fyrirtækinu verið úthlutað lóðum fyrir 150 íbúðir í fjöl- og sérbýli. Á Egilsstöðum er unnið að skipulagningu íbúðarhverfis í Votahvammi, en þar er gert ráð fyrir blandaðri byggð 123 íbúðum.

Nánar í Viðskiptablaðinu.