Drög ehf., fyrrum móðurfélag Íslenskra Aðalverktaka (ÍAV), skuldaði 28,1 milljarð króna í lok árs 2009. Eignir félagsins voru metnar á 7,8 milljarða króna og eigið fé þess því neikvætt um 20,3 milljarða króna.

Skuldir Draga voru nánast eingöngu við Arion banka sem tók yfir félagið í desember 2009. Því er ljóst að lánadrottinn félagsins þarf að breyta um 20 milljörðum króna af skuldum þess í hlutafé ef það á að vera rekstarhæft.

Drög var áður í eigu þriggja félaga: Eignarhaldsfélagsins AV ehf. (var í eigu Stefáns Friðfinnssonar og fleiri), Bálkafells ehf. (í eigu Gunnars Sverrissonar) og Sléttunnar ehf. (í eigu Karls Þráinssonar).

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins gat félagið lítið sem ekkert greitt af lánum sínum eftir bankahrun og var í kjölfarið tekið til meðferðar hjá stærsta lánadrottni þess, Arion banka. Í desember 2009 tóku Arion og Byr síðan yfir Drög, en Byr hafði lánað Sléttunni ehf. rúman hálfan milljarð króna. Eftir þá yfirtöku átti Arion 82% í félaginu en Byr afganginn.

Gunnar og Karl eignuðust verktakahluta ÍAV-samstæðunnar aftur í mars á síðasta ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.

Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Ríkið leggur Spkef til milljarða
  • Háar upphæðir tapast vegna skattamisferlis
  • Bláa stjarna eignast járnblendið
  • Byr bíður samþykkis ESA
  • Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, gagrýnir harðlega inngrip ríkisins í rekstur Sjóvá í viðtali við Viðskiptablaðið
  • Úttekt: Samherji færir út kvíarnar
  • Tilkoma Hörpu talin styrkja hótelnýtingu
  • Gunnar Bjarni Viðarsson skrifar um endurfjármögnun sveitarfélaga
  • Sport og peningar: Framherjar Man. City kosta 30 milljarða króna
  • Erlent: Bónusgreiðslur vekja reiði