IBM í Evrópu hefur veitt Nýherja viðurkenningu fyrir þekkingu á System X, PureFlex og Blade netþjónum. Í tilkynningu segir að viðurkenningin setji Nýherja í flokk með framúrskarandi samstarfsaðilum IBM á Norðurlöndum, eins og Atea, sem er eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndum.

Í tilkynningunni er haft eftir Emil Einarssyni, framkvæmdastjóra Vörusviðs Nýherja, að IBM búi yfir breiðri lausnaflóru í upplýsingatækni og að það sé hlutverk sérfræðinga Nýherja að finna bestu lausnina fyrir fyrirtæki á því sviði. IBM, sem sé eitt stærsta upplýsingatæknifélag í heimi, hafi afar sterka stöðu á íslenskum upplýsingatæknimarkaði og kröfur viðskiptavina þeirra séu miklar. Það sé því afar mikilvægt að sérfræðingar Nýherja búi yfir góðri þekkingu til þess að mæta þörfum þeirra hverju sinni.