Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið IBM hefur lagt fram yfirtökutilboð í sænska hugbúnaðarfyrirtækið Telelogic, sem hljóðar upp á 745 milljónir Bandaríkjadala. Telelogic sérhæfir sig einkum í þjónustu við fyrirtæki í flugtæknigeiranum, varnar- og öryggismálum, fjarskiptatækni og bílaiðnaði. Samtals starfa um átta þúsund manns hjá Telelogic og á síðasta ári námu sölutekjur fyrirtækisins um 208 milljónum dala. Stjórn Telelogic hefur mælt með því við hluthafa félagsins að þeir gangist við yfirtökutilboði IBM.