Tölvufyrirtækið IBM (International Business Machines) hefur kært netfyrirtækið Amazon.com fyrir brot á einkaleyfislögum, segir í frétt Dow Jones.

IBM segir að lykilatriði í uppsetningu á heimasíðu Amazon byggi á tækni sem IBM eigi einkaleyfi á. Sérstaklega er tekið til tækni sem stýrir meðmælum til viðskiptavina, auglýsingatækni og gagnageymslu.

IBM fer fram á ótilgreindar bætur vegna þessa og segir að hundraða annarra fyrirtækja hafi greitt þeim fyrir notkun á samskonar tækni og Amazon noti.

IBM segir að reynt hafi verið að semja við Amazon um greiðslu fyrir notkun á tækninni síðan árið 2002, en að Amazon hafi ávalt neitað.