Alþjóðlega tölvufyrirtækið IBM hyggst kynna til sögunnar nýjungar í Power Systems vél- og hugbúnaði fyrir fyrirtæki sem keyra UNIX, OS/400 og Linux stýrikerfi á ráðstefnu hjá Nýherja á fimmtudaginn.

Á ráðstefnunni munu fulltrúar IBM í Danmörku greina frá helstu nýjungum á þessu sviði.

Þá verður greint frá kostum þess að keyra Oracle gagnagrunna á IBM Power Systems vélbúnaði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja.

Þar kemur fram að einnig verður á ráðstefnunni svokallaður AIX Notendahópur stofnaður. AIX er IBM útgáfa UNIX stýrikerfisins. Markmið með stofnun hópsins er að draga saman alla helstu notendur AIX á Íslandi, veita þeim vettvang til að sækja upplýsingar og fróðleik um stýrikerfið, viðhafa umræður og skoðanaskipti og stuðla að bættu samfélagi AIX notenda á Íslandi.

Ráðstefnan hefst klukkan 14 og stendur til 17 og er í húsnæði Nýherja að Borgartúni 37.

Nánari upplýsingar eru á vefsvæði Nýherja.