*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 11. júní 2018 08:26

IBM verðlaunar Origo vegna öryggis

Origo valið samstarfsaðili ársins hjá IBM í Danmörku fyrir Danmörk og Ísland.

Ritstjórn
Öryggislausnahópur Origo
Aðsend mynd

Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur verið valið samstarfsaðili ársins í öryggislausnum hjá IBM í Danmörku. Viðurkenningin náði til allra samstafsaðila IBM í Danmörku og á Íslandi.

Anton Már Egilsson, lausnastjóri hjá hugbúnaðarlausnum Origo, segir að fjölmörg tæknifyrirtæki búi yfir góðri þekkingu á öryggislausnum og því sé ánægjulegt að jafn öflugt fyrirtæki hafi valið að heiðra Origo fyrir góðan árangur.

„Við erum mjög ánægð með viðurkenningu frá fyrirtæki sem er það stærsta sinnar tegundar í öryggislausnum í heiminum og sýnir að við erum svo sannarlega á réttri leið," segir Anton, sem tók við verðlaununum. „Þetta eru önnur viðurkenningin sem hugbúnaðarlausnir Origo hljóta á skömmum tíma en við komust í lokaúrslit Beacon, nýsköpunarkeppni IBM, fyrr á árinu."

Anton segir að Origo hafi lagt mikla áherslu á rekstur öryggislausna á liðnum árum með það að markmiði að hámarka öryggi viðskiptavina okkar svo að þeir geti einbeitt sér að sínum rekstri.

„Þá skiptir ekki síst máli að geta notið liðveislu jafn öflugs fyrirtækis eins og IBM, sem er með hátt í 400 þúsund starfsmenn á heimsvísu. Við búum vel að því að geta sótt í gnótt úrval lausna frá IBM og 24/7 vöktun og greiningu öryggismála í samvinnu við tæknirisann."

Stikkorð: Danmörk IBM Anton Már Egilsson
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is