Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 6,2 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 2,7 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 3,6 milljarða króna viðskiptum. Mesta veltan var með ríksibréf í lengstu flokkunum á gjalddaga 2019 (RB19) og 2025 (RB25). Veltan í RB19 var 1,1 milljarður og hækkaði verð bréfanna um 0,15% á meðan ávöxtunarkrafan lækkaði lítillega. RB25 lækkuðu hins vegar um 0,35% og hækkaði ávöxtunarkrafan um rúma fjóra punkta. Allir flokkar íbúðabréfa hækkuðu í verði sem endurspeglar hækkun á verðtryggðu vísitölu Gamma.