Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,4 milljörðum króna í september og voru útlán sjóðsins á þriðja ársfjórðungi alls 11,4 milljörðum króna, segir greiningardeild Glitnis.

?Er þetta töluverður samdráttur frá sama tímabili árið 2005 en þá námu útlán sjóðsins 19,6 milljarða króna. Samkvæmt áætlunum sjóðsins er gert ráð fyrir útlánum á bilinu 43-49 milljarða króna á árinu 2006. Nú þegar hefur sjóðurinn lánað 33,7 milljarða króna á árinu og því má ætla að útlán sjóðsins verði í efri mörkum áætlana verði útlán svipuð út árið og verið hefur undanfarna mánuði," segir greiningardeildin.

Hún segir að íbúðalán bankanna hafi aukist á milli mánaða og námu tæpum 3,2 milljörðum króna í september.

?Athygli vekur í tölum um íbúðalán bankanna að lánum fækkaði en meðalupphæð lána hækkaði. Er þetta í fyrsta sinn í nokkurn tíma sem það gerist en bankarnir hafa verið að herða útlánareglur sínar.

[...] heildarvelta með íbúðabréf sló met í september og nam um 150 milljörðum króna. Mest var veltan með lengri flokkana en veltuhraðinn var hins vegar mestur á HFF14. Greiðslur Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,2 milljörðum króna í september. Mun sjóðurinn nýta sér heimild til aukaútdráttar í pappírsflokkum nú í október. Kemur sá aukaútdráttur til greiðslu í desember næstkomandi," segir greiningardeildin.