Það var 65% samdráttur í íbúðalánum hjá bönkum og sparisjóðum á fyrstu mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra en nú voru veitt 1.200 nýlán fyrir samtals 10,7 milljarða króna, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Það er talsvert annað upp á teningnum hjá Íbúðalánasjóði. ?Fyrstu þrjá mánuði ársins veitti sjóðurinn lán fyrir samtals 13,6 ma.kr. Um er að ræða 35% aukningu nýrra lána á milli ára. Af framansögðu er ljóst að ríkið stendur sig vel í útlánasamkeppninni við banka og sparisjóði,? segir greiningardeildin.