*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 23. febrúar 2006 17:44

Íbúðalánasjóður aðili að Kauphöllinni

Ritstjórn

Í dag var tilkynnt að frá og með 7. mars næstkomandi verður Íbúðalánasjóður aðili að Kauphöll Íslands.

Forráðamenn sjóðsins segja þetta skref í því að auðvelda áhættu- og fjárstýringu sjóðsins. Með því auðveldar hann sér að eiga viðskipti með eigin bréf auk þess sem að á þennan hátt verði slík viðskipti sýnileg öllum markaðsaðilum.