Íbúðalánasjóður reiknar með að ný útlán sjóðsins verði alls 75 milljarðar króna á þessu ári. Þetta er umtalsverð hækkun frá fyrri áætlun eða 11 milljarðar króna.

Í frétt frá Íbúðalánasjóði segir að meginskýring á þessu séru fleiri umsóknir og hærri meðallán en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá hefur samsetning útlána breyst og nú er áætlað að af 75 milljarða útlánum nemi útlán almenna kerfisins um 69 milljörðum kr. og að útlán til leiguíbúða og annara flokka nemi um 6 milljörðum kr.

Áætluð útgáfa Íbúðalánasjóðs árið 2005 í frumsölu er 58 milljarðar í Íbúðabréfum. Það er aukning um 3,4 milljarða kr. frá fyrri áætlun. Áfram er stefnt er að því að stækka Íbúðabréfaflokkurinn HFF 14 á árinu 2005.