Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að efna til útboðs á íbúðabréfum í flokkunum HFF150914, HFF150224, HFF150434 og HFF150644, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Íbúðalánasjóður stefnir að því að taka tilboðum að virði allt að þremur milljörðum króna að nafnverði og áskilur sjóðurinn sér rétt til að hækka útboðsfjárhæð útboðsins, taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Samkvæmt aðalmiðlarasamningi Íbúðalánasjóðs við Kaupþings banka, Glitni, Landsbanka Íslands. Straum ? Burðarás og MP fjárfestingabanka hafa aðalmiðlarar einir rétt á tilboðsgerð, segir í tilkynningunni.