*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 13. desember 2007 11:25

Íbúðalánasjóður fellir niður seðilgjald

Ritstjórn

Íbúðalánasjóður fellir niður sinn hluta seðilgjalds viðskiptavina sinna frá og með 1. janúar 2008. Í frétt á heimasíðu Íbúðalánasjóðs segir að eftir standi að viðskiptavinir sjóðsins þurfa að greiða 75 krónu greiðslugjald sem rennur til banka og sparisjóða sem taka við afborgunum af lánum Íbúðalánasjóðs. Seðilgjaldið var áður alls 195 kr. Hægt er að sækja um rafrænan greiðsluseðil á heimasíðu Íbúðalánsjóðs.