Hámarkslán Íbúðalánssjóðs hækka í dag úr 15,9 milljónum króna í 18,0 milljónir króna, að sögn greiningardeild Glitnis.

Að auki hefur verið ákveðin önnur reglugerð um ÍLS-verðbréf og þurfa byggingaraðilar ekki lengur að leggja fram bankaábyrgð vegna láns til nýbygginga.

Ennfremur verður framvegis miðað við brunabótamat að viðbættu fasteignamati lóðar við ákvörðun hámarksláns en var aðeins miðað við brunabótamat.

"Þessar breytingar á reglugerðum ÍLS eru allar þensluhvetjandi og koma á óvart við þær efnahagsaðstæður sem eru hér á landi um þessar mundir. Hækkun hámarkslána eykur aðgengi að lánsfjármagni sem svo aftur stuðlar að hækkun húsnæðisverðs og aukinni þenslu.

Ríkisvaldið er með þessu hreint ekki að vinna með Seðlabankanum sem hefur fundið sig knúinn til að hækka stýrivexti sína upp í 11,5% í baráttunni við verðbólguna undanfarið. Ef eitthvað er þá knýr þetta hann til frekari hækkunar. Mun æskilegra væri að stjórnvöld væru samstíga Seðlabanka í aðhaldsaðgerðum, ? segir greiningardeild Glitnis.

Greiningardeildin segir ennfremur að breytingar á reglugerðum um útlán sjóðsins komi á óvart þar sem tillögur um breytingar á starfssemi Íbúðalánasjóðs eru væntanlegar í mánuðinum en stefnt er að því að ákvörðun um framtíðarhlutverk hans liggi fyrir í lok maí.

"Það hefur verið gefið hefur verið út að einkum sé horft til þess að breyta sjóðnum í heildsölubanka fyrir íbúðalán," segir greiningardeildin.