Stjórn Íbúðalánasjóðs samþykkti á fundi sínum 5. febrúar sl. að hafin yrði könnun á stofnun nýs flokks íbúðabréfa með lengri líftíma en núverandi útgáfa býður upp á.

Slík útgáfa fellur vel að greiðsluflæði sjóðsins, en almenn útlán hans eru nú til allt að 40 ára og hægt er að lengja þau til allt að 70 ára að vissum skilyrðum uppfylltum. Þá eru leiguíbúðalán til allt að 50 ára og fer hlutfall þeirra af heildarútlánum sjóðsins hækkandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóð sem mun þó áfram styðjast við útgáfu núverandi flokka íbúðabréfa, þ.e. HFF150914, HFF150224, HFF150434 og HFF150644.

Þess bera að geta að eftir 15. september 2009 mun Íbúðalánasjóður ekki lengur eiga möguleika á að auka frekar við útgáfu HFF150914 þar sem ekki er heimilt að gefa út verðtryggð skuldabréf til skemmri tíma en 5 ára.