Heildarútlán íbúðalánasjóðs á árinu 2008 námu rúmum 64,4 milljörðum samanborið við 67,8 milljarða á árinu 2007.

Þetta kemur fram á vef sjóðsins.

Þar kemur fram að alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs tæplega 6,7 milljörðum króna í desember. Þar af voru rúmlega 4,2 milljarðar vegna almennra lána og tæpir 2,5 milljarðar vegna leiguíbúðalána. Alls lánaði sjóðurinn um 17,0 milljarða á fjórða ársfjórðungi .

Meðalútlán almennra lána voru um 12,4 milljónum króna í desember og er það aukning um 14% frá fyrra mánuði, að því er fram kemur í skýrslu frá Íbúðalánasjóði.

Heildarvelta íbúðabréfa í desember nam rúmum 56,2 milljörðum króna sem er aukning um 26% frá fyrra mánuði. Heildarvelta bréfanna nemur um 2.379 milljörðum króna á árinu 2008.

Heimilt að framlengja lánstíma

Á minnir sjóðurinn á að í desember var samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um húsnæðismál eins og áður hefur komið fram.

Samkvæmt þeim er nú heimilt að lengja lánstíma skuldbreytingarlána Íbúðalánasjóðs sem gefin eru út vegna greiðsluerfiðleika í allt að 30 ár í stað 15 ár. Hámarkslánstími lána sjóðsins hefur verið lengdur úr 55 árum í 70 ár. Einnig er sjóðnum heimilt að leigja lántakendum sínum húsnæði sem það missir.

Sjá nánar vef Íbúðalánasjóðs.