Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 3 milljörðum króna í mars en þar af voru tæplega 1,8 milljarðar króna vegna almennra lána.

Þetta kemur fram í mánaðarlegu yfirliti Íbúðalánasjóðs.

Samtals námu útlán á fyrsta ársfjórðungi 2010 um 6,8 milljörðum króna samanborið við 9,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2009.

Meðalútlán almennra lána voru um 9,2 milljónir króna í mars sem er óbreytt frá fyrra mánuði. Heildarvelta íbúðabréfa nam rúmum 58,5 milljörðum króna í mars samanborið við um 56 milljarða í febrúar.