Í kjölfar útboðs á íbúðabréfum hefur Íbúðalánasjóður ákvæðið að lækka útlánsvexti sjóðsins þannig að útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,55% og 5,05% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis.  Hin nýja vaxtaákvörðun tekur gildi í dag.

Alls bárust gild tilboð að nafnvirði 22,211 milljarðar króna í útboði íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs í gær en ákveðið var að taka tilboðum í eftirtalin íbúðabréf:

  • HFF150224 að nafnvirði 1,220 milljarður króna, vegin ávöxtunarkrafa án  þóknunar er 4,10%
  • HFF150434 að nafnvirði 1,660 milljarður króna, vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar er 4,08%
  • HFF150644 að nafnvirði 800 milljónir króna, vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar er 4,03%

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að vegin heildarávöxtunarkrafa tekinna tilboða án þóknunar er 4,07% og 4,09% með þóknun.