Afgreiðslu Íbúðalánasjóðs í Reykjavík var lokað í hádeginu í dag svo starfsfólk gæti notið góða veðursins.

Þetta kemur fram á vef Íbúðarlánasjóðs.

Þar kemur fram að einn góðan veðurdag hvert sumar er afgreiðslu Íbúðalánasjóðs í Reykjavík lokað og starfsfólk snæðir hádegismat utan dyra og nýtur veðurblíðunnar.

„Sólin hefur skinið í Reykjavík nánast upp á hvern dag upp á síðkastið og varð dagurinn í dag fyrir valinu fyrir þetta sólarhádegisfrí,“ segir á vef sjóðsins.