Nýlega voru undirritaðir tveir samstarfssamningar til þriggja ára milli Íbúðalánasjóðs og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Samkvæmt þessum samningum tekur Hagfræðistofnun að sér að meta fjárhagslega áhættu Íbúðalánasjóðs og framkvæmir í því skyni með reglubundnu millibili fjárhagslegt áhættumat fyrir sjóðinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóð.

Þá mun Hagfræðistofnun fylgjast með þróun og horfum á húsnæðismarkaði og skila reglulegum skýrslum um þau efni árlega.

Í tilkynningunni kemur fram að haldnar verða málstofur og námskeið eftir því sem tilefni gefst fyrir starfsfólk Íbúðalánasjóðs um ýmis málefni sem lúta að starfssviði sjóðsins.

Samningana undirrituðu Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, og Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.