Íbúðalánasjóður tók tilboðum að andvirði tæpra fimm milljarða króna í útboði íbúðabréfa sem fram fór í gær. Alls bárust gild tilboð að nafnvirði 16,1 milljarðar króna.

  • Tekin voru tilboð í HFF24 (gjalddagi 2024) að nafnvirði 1,1 milljarður króna. Vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar var 3,81%.
  • Tekin voru tilboð í HFF34 (gjalddagi 2034) að nafnvirði 1,55 milljarður króna. Vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar var 3,81.
  • Tekin voru tilboð í HFF44 (gjalddagi 2044) að nafnvirði 2,3 milljarðar króna. Vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar var 3,80%